
María Einarsdóttir Mynd VÍÆ I
María Einarsdóttir fæddist 28. október, 1902 í V. Skaftafellssýslu. Dáin í Vancouver 1949
Maki: 21. nóvember, 1925 Carl Herbert Tobiasson f. í Selkirk í Manitoba 9. ágúst, 1902, d. 14. desember, 1958 í Vancouver. Finnbogason vestra.
Börn: 1. Carl Tobias f. 11. mars, 1927 2. Lena Elizabeth f. 5. júlí, 1928 3. Mary Irene f. 2. janúar, 1935 4. Lawrence f. 28. mars, 1935.
María flutti til Vesturheims árið 1920. Foreldrar Carls voru Tobias Finnbogason og Elín Stefanía Kristjánsdóttir í Manitoba. Þau fluttu vestur um haf árið 1900 og eftir stutta dvöl í Winnipeg, settust þau að í Selkirk. Árið 1909 fluttu þau til Mervin í Saskatchewan. Þar var Carl með þeim og eftir lát föður hans 1917 mun hann hafa aðstoðað móður sína til ársins 1919. Eftir stutta dvöl í Saskatoon og Wynyard fór Carl aftur til Selkirk þar sem hann vann byggingarvinnu. Það hvatti hann áfram á þeim vettvangi og flutti hann til Winnipeg þar sem hann tók að sér byggingu húsa. Hann var ráðinn byggingaeftirlitsmaður fyrir National Trust Ltd, í borginni árin 1937-1943. Það ár flutti hann vestur að Kyrrahafði og settist að í Vancouver þar sem hann var eftirlitsmaður húsbygginga.