Keith Sanford Guðmundsson ólst upp í N. Dakota og kaus menntaveginn líkt og faðir hans Guðmundur Grímsson úr Borgarfirði. Í VÍÆ I er eftirfarandi samantekt um menntun hans og störf.
,,Lauk miðskólaprófi í Langdon, N. Dakota 1926, B.A. prófi frá Ríkisháskólanum í Grand Forks, 1930. B.S. frá sama skóla 1931, stundaði nám við Rush Medical College við háskólann í Chicago 1932-33, lauk læknisprófi 1934. Starfaði við Intership Presbyteran Hospital, Chicago, 1934-35. Residency Surgery U. of Chicago 1935-42. Kennari við Faculty Duke Medical School frá 1942 og prófessor í skurðlækningum frá 1949. Hefur skrifað á annað hundrað vísindalegar ritgerðir í læknatímarit. Sérgreinar hans eru blóðþrýstingur og rannsókn meina. Heimsótti Ísland 1930. Hefur gegnt stjórnar-störfum í ýmsum læknafélögum: American Medical Association, American Heart Association, U.S. Public Health Service, Society of University Surgeons. Félagi í American Surgical, Southern Surgical, Southeastern Surgical og American Physiological Society. Hann hefur hlotið margvísleg heiðursverðlaun frá Chicagoháskóla og Háskólanum í Grand Forks. Sömuleiðis hlotið verðlaun fyrir afrek í læknisfræði (Modern Medicine Distinguished Achivement Award 1958) og silfurmedalíu Who is Who.“