Guðrún Þorláksdóttir

ID: 7981
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1943

Guðrún Þorláksdóttir fæddist 12. nóvember, 1859 í Eyjafjarðarsýslu. Dáin í N. Dakota árið 1943.

Maki: 29. október, 1885 Stefán Eyjólfsson fæddist í N. Múlasýslu 25. desember, 1849, d. í Garðarbyggð 17. janúar árið 1933.

Börn: 1. Þórdís Anna f. 1886, d.1890 2. Sesselja Steinunn f. 5. febrúar, 1888 2. Þorlákur Emanúel f. 25. desember, 1890 3. Þórdís Guðrún f. 10. apríl, 1892 4. Margrét Sigurbjörg f. 2. október, 1894 5. Pearl Guðfinna f. 15. október, 1896 6. Magnús f. 21. júlí, 1900 7. Björn f. 9. nóvember, 1903.

Guðrún flutti vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum, Þorláki Björnssyni og Þórdísi Árnadóttur árið 1874. Þaðan lá leið þeirra syður til Pembina í N. Dakota árið 1880. Fluttu þaðan árið 1883 vestur í Thingvallabyggð. Stefán flutti vestur 8. júní, 1874 til Ontario í Kanada. Hann hélt þaðan suður til Milwaukee í Wisconsin sama sumar og var í fyrsta hópnum sem nam land í Nýja Íslandi haustið 1875. Hann flutti þaðan í júlí árið 1880 og settist þá að í Pembina í N. Dakota. Seldi land sitt þar 1883 og settist að í Garðarbyggð.