Sigríður Haraldsdóttir

ID: 20394
Fæðingarár : 1892

Sigríður Haraldsdóttir Mynd VÍÆ I

Sigríður Haraldsdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu 24. ágúst, 1892.

Maki: 29. október, 1928 Einar Haraldsson f. í S. Þingeyjarsýslu 28. júlí, 1890, d. í Vancouver 22. apríl, 1951. Haralz vestra.

Börn: 1. Haraldur Ingvar f. 22. ágúst, 1929 2. Daníel Jón f. 26. febrúar, 1934.

Einar flutti til Winnipeg um 1920 og vann við húsamálningar. Sigríður flutti vestur til Kanada árið 1922 og fór til föðurbróður síns, Jóns Thorlacius í Leslie í Vatnabyggð. Þaðan lá svo leið hennar til Winnipeg þar sem hún vann fatasaum. Þau fluttu vestur til Vancouver árið 1944.