Eggert gekk í grunn- og menntaskólaskóla í Winnipeg, inntitaðist í Manitobaháskóla og varð verkfræðingur. Í VÍÆ I er eftirvarandi skráð um lífsstarf Eggerts.
,,Eggert Grettir lauk prófi í rafmagnsverkfræði (B. Sc. og E.E.) frá Manitobahæaskóla með heiðri 1925 og hefur síðan starfað sem verkfræðingur víða í Bandaríkjum Norður-Ameríku, Canada og á Íslandi. Átti heima í 13 ár í New York og setti þar á stofn verkfræðilega skrifstofu 1942. Verkfræðilegur ráðunautur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitum ríkisins og Rafmagnseftirlitinu í Reykjavík. Starfaði t.d. að Ljósafossvirkjuninni, Laxár- og Skeiðsfoss virkjunum, Sogsvirkjunni og nýju Elliðaárstöðinni. Hann hvarf aftur til Canada árið 1948. Forstjóri fyrir E.G.Eggertsson, Inc., Engineers, New York, N.Y., Western Elavator & Motor Co., Ltd., Winnipeg, og Power & Mine Supply Co., Ltd., í Winnipeg, Canada. Hann var um skeið forseti safnaðar Fyrstu Lútersku kirkju í Winnipeg og Elliheimilisins Betel á Gimli. Gjaldkeri og einn af stofnendum Canada-Iceland Foundation. Í stjórn Eimskipafélags Íslands, og um skeið forseti Thule Ship Agency, Inc., New York. Í stjórn St. Charles County Club, Winnipeg. Félagi í ýmsum verkfræðingafélögum og margvíslegum öðrum félagsskap vestan hafs. Frímúrari. Um skeið forseti Íslendingafélagsins í New York. Sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu 1956.“