Anna Friðbjörnsdóttir

ID: 8002
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Anna Friðbjörnsdóttir fæddist árið 1865 í Eyjafjarðarsýslu.

Maki: 1885 Ásvaldur Sigurðsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1858.

Börn: 1. Alexander f. 22. maí, 1886 2. Anna f. 1888 3. Friðbjörn (Fred) f. 1889, d. 1929 4. Sigurður f. 1891 5. Guðrún f. 1891, d. 1893 6. Gunnar f. 1892 7. Frances Gertrude f. 1894 8. William Franklin f. 1896 9. George W.  f. 22. maí, 1900, d. 1972 í Portland í Oregon 10. Clarence f. 1901 11. Henry Elton f. 1903 12. Ásvaldur (Oswald) f. 1904  13. Robert f. 1910.

Anna flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1873 með foreldrum sínum, Friðbirni Björnssyni og Önnu S Árnadóttur.  Þaðan lá leið þeirra til Nýja Íslands og þaðan til Mountain í N. Dakota árið 1881. Ásvaldur flutti vestur um haf til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur, stjúpföður, Bjarna Olgeirssyni og hálfsystkinum. Þau fóru til Gimli í Nýja Íslandi en Ásvaldur fór suður í íslensku byggðina við Minneota í Minnesota. Þar var hann til ársins 1881 en fór þá í Garðarbyggð í N. Dakota og nam þar land ári síðar. Hann dreif sig í skógarvinnu veturinn 1882-83 austur af Winnipeg í Manitoba en settist svo á land sitt í Garðarbyggð um vorið 1883. Hann flutti einsamall vestur til Sheridan í Oregon árið 1893 en sneri aftur til N. Dakota sérhvert haust næstu fjögur árin til að sinna uppskeru. Um vorið 1893 flutti hann frá Sheridan niður að hafi og kom fjölskylda hans þangað og settust þau að í Warrington í Oregon. Ásvaldur sneri sér að fiskveiðum og starfrækti niðursuðuverksmiðju um árabil.