Konráð J Jóhannesson

Vesturfarar

Konráð um 1917 Mynd Internet.

Í VÍÆ I, bls. 182 er eftirfarandi skráð: ,,Konráð Jóhannesson er víðkunnur flugmaður og flugkennari. Stundaði nám við Manitobaháskóla 1913-16 í verkfræði. Gegndi herþjónustu 1916-19. Lærði flug í Egyptalandi og var þá strax gerður kennari við flugskóla í Cairo. Fyrst eftir að stríðinu lauk vann hann verkfræðistörf fyrir fylkisstjórnina við uppþurrkun lands, jafnframt því sem hann stundaði áfram háskólanám. Á þeim árum gat hann sér orðstír sem íþróttamaður í Fálka-leikflokknum, er vann sigur í hockeykeppni á Ólumpíuleikunum í Antwerpen 1920. Í þessum flokki voru aðeins Vestur-Íslendingar, og gat hann sér allmikla frægð. Konnie gerðist nú brátt mikill brautryðjandi í flugi, átti hlutdeild í stofnun flugfélaga, eins og t.d. Winnipeg Flying Club, og var stjórnandi hans og kennari, og forstjóri Stevensons-flugvallarins í Winnipeg. Stofnaði og starfrækti eigin flugskóla 1932-47. Hefur    kennt mörgum fyrstu íslenzku flugmönnunum og ýmsum þeim, er nú standa framarlega í flugmálum í Canada, eins og t.d. Herb Seagrim, aðalframkvæmdastjóra Trans Canada Airlines, Eric Jokien, framkvæmdastjóra TCA á austursvæði Canada,  Ron Turnes, forseta Transair Ltd., Steve Booth og fleiri forgöngumönnum kanadískra flugmála.

Vél Konráðs á Rauðá. Mynd Internet.

Einnig hóf hann á þessum árum flug með nýjan fisk og vörur til námumanna í Norður-Canada, eftirlitsflug með raflínum og skógarlöndum og braut ótal nýjar leiðir eftir því sem flugunferð hófst. Árið 1947 fluttist hann til River Crest Airstrip við Rauðá og hefur þar afgreiðslu og viðgerðir flugvéla, einkum þeirra, er fljúga milli vatnanna í Canada og setjast þar á ána.“