Þorsteinn Þorsteinsson

ID: 8021
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Þorsteinn Davíð Þorsteinsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 5. september, 1873. Dáinn í Nýja Íslandi 28. nóvember, 1952.

Maki: 1) Vilhelmína Jóhannsdóttir Bjering f. 9. desember, 1866, d. 1902 2) Lilja Lifmann (Lily) d. 25. febrúar, 1919.

Börn: Með Vilhelmínu: 1. Anna 2. Valdimar d. 8 ára 3. Kári f. 1897 4. Solveig f. 6. október, 1902, d. 1991.

Þorsteinn flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum, Þorsteini Sigfússyni og Önnu Halldórsdóttur. Þau settust að í Víðirnesbyggð og þar bjó Þorsteinn Davíð til margra ára.