Paul S Johnson

ID: 20415
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1921

Paul S Johnson Mynd VÍÆ I

 Paul Sveinbjörn Johnson fæddist í Grand Forks í N. Dakota 20. nóvember, 1921.

Maki: 1953 Margaret Glenn.

Börn: 1. Kathleen Esther f. 25. september, 1955 2. Knut Sveinbjörn f. 21. september, 1957.

Foreldrar Paul voru Sveinbjörn Jónsson (Johnson) og Esther Henriette Slette f. í Minnesota árið 1894. Paul gekk menntaveginn, lauk A.B. prófi í Galesburgh í Illinois árið 1943 og L.L.B prófi 1946 frá University of Illinois. Ári síðar fékk hann málaflutningsleyfi við hæstarétt Illinois.