Stefán G Þorsteinsson

ID: 20417
Fæðingarár : 1874
Dánarár : 1921

Stefán Guðmundur Þorsteinsson fæddist í N. Þingeyjarsýslu árið 1874. Dáinn í Manitoba 1. mars, 1921. Johnson vestra.

Maki:  23. nóvember, 1914 Sigrún Vilfríður Þorsteinsdóttir f. í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 16. júní, 1891.

Börn: Með Stefáni 1. Lilja f. 23. júlí, 1915 2.  Vilbert f. 23. júlí, 1915, tvíburi 3. Þorsteinn f. 29. mars, 1917 4. Guðrún f. 14. júlí, 1920.

Stefán var sonur Þorsteins Jónssonar og Guðrúnar Bjarnadóttur, sem vestur fluttu árið 1879 og settust að í Nýja Íslandi. Fluttu þaðan árið 1881 í Argylebyggð í Manitoba.  Stefán ólst þar upp og gerðist bóndi í Cypress River (Brúarbyggð) í Manitoba. Sigrún var dóttir Þorsteins Eyjólfssonar og Lilju Hallsdóttur sem bjuggu í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi.