ID: 20431
Fæðingarár : 1886
Dánarár : 1958
Sigurmunda Aðalrós Ólafsdóttir fæddist í S. Þingeyjarsýslu árið 1886. Dáin í Kanada 1958.
Maki: 16. júlí, 1913 Egill Haraldsson f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1886. Skrifaði sig Hólm vestra.
Börn: 1. Vilfreður 2. Steinþór Helgi 3. Olga f. 31. maí, 1919 4. Ragnar Smith.
Egill fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Haraldi Sigurðssyni og Helgu Gunnlaugsdóttur frá Akureyri árið 1907. Þau tóku land í Víðir-og Sandhæðabyggð og þar settust Egill og Sigurmunda að. Hún var dóttir Ólafs Eiríkssonar og Maríu Steinunni Guðnadóttur. Óvíst hvaða ár hún fór vestur.