ID: 1929
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1827
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1908

Herdís Hannesdóttir
Herdís Hannesdóttir fæddist í Árnessýslu árið 1827. Dáin í Nýja Íslandi 18. febrúar, 1908.
Hún var ekkja eftir Helga Gunnlaugsson sem drukknaði árið 1870.
Börn: 1. Guðlaug f. 1857 2. Gunnlaugur f. 1858 3. Þorfinnur f. 1865 4. Ísleifur f. 1867 5. Guðmundur f. 1868.
Herdís flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1885 ásamt sonum sínum, Guðlaugi, Ísleifi og Guðmundi. Sonur hennar Þorfinnur fór vestur árið 1887. Hún fór í Árnesbyggð og nam land sem kallað var Skógarströnd (Strönd). Systkini hennar, Oddný og Guðvarður settust sömuleiðis að í Nýja Íslandi.
