
Guðmundur Ólafsson Goodmanson Mynd VÍÆ II
Guðmundur Ólafsson Goodmanson fæddist í Manitoba 19. febrúar, 1890. Dáinn í Brentwood Bay 14. nóvember, 1963.
Maki: 25. desember, 1913 Arnbjörg Sigríður Bjarnadóttir f. í N. Þingeyjarsýslu 26. maí, 1893.
Börn: 1. Arnbjörg Ástríður Margrét f. 22. nóvember, 1914 2. Solveig Lillian Þúríður f. 25. júní, 1916 3. Florence Guðríður Marcella f. 23. október, 1918 4. Lawrence Ólafur Bjarni f. 12. mars, 1921 5. Harald Kristján Mundi f. 30. mars, 1923 6. Violet Ellanora Rose f. 12. febrúar, 1925.
Guðmundur var sonur Ólafs Guðmundssonar og Margrétar Kristjánsdóttur er vestur fluttu árið 1887. Arnbjörg flutti til Vesturheims með foreldrum sínum, Bjarna Árnasyni og Ástríði Sigurðardóttur árið 1900. Guðmundur kynntist Arnbjörgu í Manitoba þar sem þau hófu búskap. Þau bjuggu svo í Saskatchewan allmörg ár áður en þau fluttu til Flin Flon í Manitoba árið 1935. Þaðan lá leið þeirra vestur að Kyrrahafi árið 1948, þar sem þau settust að í Brentwood Bay í Bresku Kólumbíu. Sjá meir um hann í Íslensk arfleifð að neðan