Ágústína Gísladóttir Bíldfell fæddist í Vatnabyggð. Hrappsted gift kona.
Maki: 18. september, 1915 Ottó Jónsson f. í Vopnafirði í N. Múlasýslu 2. október, 1886. Hrappsted vestra.
Börn: 1. Margaret f. 16. september, 1916 2. Valgerður f. 10. júní, 1921 3. Elín f. 3. júlí, 1926 4. Clara f. 23. febrúar, 1931 5. Marian f. 17. ágúst, 1934.
Ágústína var dóttir Gísla Jónssonar Bílfell og Valgerðar Eiríksdóttur í Vatnabyggð. Otto var sonur Jóns Jóhannessonar Hrappsted og Margrétar Jónsdóttur. Þau fóru vestur árið 1893, Margrét komst þó ekki á leiðarenda, dó af barnsförum í skipinu á leið yfir Atlantshafið. Ottó fór með föður sínum til Winnipeg, þaðan í Argylebyggð og 1899 í Álftárdal nærri Swan River 1899. Ottó fór með Einari bróður sínum vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1910. Hann settist að nærri Leslie. Ágústína var dóttir Gísla Jónssonar Bílfell og Valgerðar Eiríksdóttur í Vatnabyggð.