Hallgrímur Berg Daníelsson fæddist í Gullbringusýslu 31. október, 1880.
Maki: 30. mars, 1918 Anna Árnadóttir f. í Mountain, N. Dakota 24. mars, 1890.
Börn: 1. Árni f. 14. júní, 1919 2. Sigrún f. 5. júlí, 1922, d. 14. desember, 1944.
Hallgrímur fór til Vesturheims árið 1885 með foreldrum sínum, Daníel Grímssyni og Sigríði Þorsteinsdóttur. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota þar sem Hallgrímur ólst upp. Árið 1906 flutti hann í Vatnabyggð þar sem hann vann verslunarstörf og annaðist póstþjónustu í Mozart. Hann flutti aftur til N. Dakota þar sem hann var bóndi nálægt Mountain. Hann tók virkan þátt í samfélagsmálum, var ritari safnaðarnefndarinnar í sinni sveit og kenndi í sunnudagaskólanum. Þá var hann ritari þjóðræknisdeildarinnar, Báran í 10 ár og foreti hennar í 2. Anna var dóttir Árna Friðbjarnarsonar og Guðrúnar Magnúsdóttur.
