Doris M Blöndal

ID: 20497
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1921
Dánarár : 1996

Doris M Blöndal Mynd VÍÆ II

Doris Marjorie Blöndal fæddist 19. ágúst, 1921 í Winnipeg. Dáin þar árið 1996.

Maki: 31. desember, 1943 Dr. George Johnson f. í Winnipeg 18. nóvember, 1920. Dáinn á Gimli í Nýja Íslandi 8. júlí, 1995. Dr.George Johnson vestra.

Börn: 1. Jonis Guðrún f. 21. apríl, 1946 2. Jennifer Ann f. 25. október, 1947 3. Daniel George f. 15. júlí, 1949 4. Jón Blöndal f. 19. nóvember, 1952 5. Joanne Margaret f. 19. október, 1956 6. Gillian Kristín f. 26. febrúar, 1963.

Doris var dóttir Dr. August Theodore Blöndal og Guðrúnar Stefánsdóttur í Winnipeg. Hún gekk þar í grunnskóla og stundaði nám við Manitobaháskóla. Dr. George var sonur Jónasar George Jónssonar og Laufeyjar Benediktsdóttur í Winnipeg. Þar gekk hann í grunnskóla og lauk prófi í læknisfræðum frá University of Manitoba í Winnipeg árið 1950. Hann var læknir á Gimli 1950 -1958, sneri sér þá að stjórnmálum og var kjörinn á Manitobaþing í Gimli kjördæði árið 1958. Hann var heilbrigðisráðherra Manitoba og menntamálaráðherra frá 1963.