
Þorsteinn Sæmundsson Borgfjörð

Guðrún Þórðardóttir Borgfjörð
Þorsteinn Sæmundsson fæddist í Gullbringusýslu 22. febrúar, 1874. Dáinn í Winnipeg 13. apríl, 1959. Borgfjörð eða Borgfjord vestra.
Maki: 18. maí, 1895 Guðrún Þórðardóttir f. í Reykjavík 12. júní, 1877 , d. 7. nóvember, 1944.
Börn: 1. Helgi Ingiberg f. 1901, d. 1901 2. Helgi Ingiberg (Ingi) f. 11. nóvember, 1903, d. 1957 3. Þorsteinn Björgvin (Steini) f. 1906, d.1971 4. Vigdís (Lara) f. 1908 5. (Guðrún) Fanney f. 1910, d. 2008 6. (Gísli) Sæmundur f. 1913, d. 1981 í Vancouver 7. (Helga) Florence Nightingale f. 1914, d. 2000 8. Skapti (Scotty) Jósef f. 1916, d. 1984 9. (Thora) Hróðný Guðný f. 1918, d. 1932. Fósturbörn voru Helga f. 1895 og William Christian.
Þorsteinn flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Sæmundi Jónssyni og Helgu Gísladóttur árið 1886. Guðrún flutti til Kanada árið 1887 og fór til móðurbróður síns, Guðna Þorsteinssonar á Gimli. Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson og Vigdís Þorsteinsdóttir. Þorsteinn og Guðrún bjuggu í Winnipeg.
