Ásmundur Þorsteinsson

ID: 2014
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla

Aftast standa Þorsteinn og Tómas. Fyrir framan sitja Guðrún, Guðný, Eyjólfur, Ingibjörg og Ragnheiður

Ásmundur Þorsteinsson fæddist á Seltjarnarnesi í Gullbringusýslu 25. nóvember, 1854.

Maki: Ragnheiður Tómasdóttir f. 22. september, 1863.

Ásmundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba  ásamt móður sinni og  þremur systkinum árið 1886. Fór þaðan vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan og  þar kvæntist hann Ragnheiði.  Þau hjón bjuggu á nokkrum stöðum við  Manitobavatn, m.a. á Bird Island, eyju tutt frá Narrows í Manitoba.  Þau fóru þaðan á Big Point líklega 1897 og voru þar nokkur ár.  Þaðan lá leið þeirra til Beaver sem var fámenn sveit fyrir sunnan þorpið Westbourne. Þar námu þau land og bjuggu einhver ár.  Þau seldu það seinna og fluttu í Langruth þorpið.