ID: 20552
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1903

Jón L Runólfsson Mynd VÍÆ IV
Jón Lárus Runólfsson fæddist í Winnipeg 19. maí, 1903. Marteinsson vestra.
Maki: 1) 15. apríl, 1915 Nora Wilson f. 8. nóvember, 1915, d. 17. nóvember, 1965 2) Hazel Doyle Godfrey Robinson f. 28. september, 1918.
Börn: Með fyrri konu 1) Florence Pot f. 13. júlí, 1945.
Jón var sonur séra Runólfs Marteinssonar og Ingunnar Sigurgeirsdóttur. Hann gekk í grunnskóla í Winnipeg, for að því loknu til Kent í Ohio þar sem hann stundaði skógræktarnám. Seinna fór hann til Chicago í Illinois og innritaðist í La Salle háskólann. Þar nam hann endurskoðun og bókhald og vann eftir það í í Manning í Alberta.
