Magnús Vilhjálmur Magnússon fæddist 25. maí, 1858 í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn í N. Dakota 13. desember, 1918. Melsted vestra.
Maki: Valgerður Kristjánsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu 20. júní, 1858, d. 21. september, 1898 í N. Dakota. Valney Stephan í sumum heimildum vestra.
Börn: 1. Elín Stefanía f. 24. ágúst, 1886 2. Kristín Lilja f. 1. nóvember, 1887 3. Sigríður f. 10. febrúar, 1889 4. Guðrún f. 12. júní, 1891 5. Karl f. 8. janúar, 1893 6. Stefán dó í fæðingu.
Magnús flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876, með móður sinni, Elínu Magnúsdóttur, stjúpföður, Ólafi Jónssyni og systkinum. Þau settust að á Melstað nærri Gimli og bjuggu þar til ársins 1881. Fluttu þá í Graðarbyggð í N. Dakota. Valgerður fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og þaðan austur í Markland í Nova Scotia ári síðar. Flutti svo til N. Dakota upp úr 1880.
