Mekkin sýndi snemma áhuga á menntun og fræðistörfum. Í VÍÆ IV er ágæt samantekt á bls.228 um feril Mekkin. Ekki er ljós tengsl foreldra Mekking og vesturíslenska skáldið Jóhann Magnús Bjarnason en heima hjá honum í Winnipeg bjó fjölskyldan einhver ár. Frásögnin um æsku Mekking hefst svona:,,Mekkin fæddist á heimili Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar skálds , er foreldrar hennar voru þá nýkomin frá Íslandi og ólst upp í Winnipeg en fluttist tæpt tvítug að aldri með foreldrum sínum til Blaine, Wash. Hún lauk 1904 prófi frá Collegiate Institute í Winnipeg og hafði þá hlotið bæði Isbister verðlaun og auk þess verðlaun fyrir kunnáttu í frönsku, þýzku og ensku. Hún lauk B.A.-prófi í tungumálum (með frönsku sem aðalgrein) við Univ. of Washington, Seattle, og M.A.-prófi við sama háskóla 1912. Hún var kennari við miðskóla og menntaskóla í Blaine, Wash., Davenport, Wash. og í Palo Alto, Calif.,1913-1917.“
Þýðingar og skáldskapur:
,,Skjalaþýðandi fyrir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington, D.C., 1917-1933, hafði þá einnig numið spænsku og ítölsku. Ritaði sögur og ljóð í ýmis tímarit, svo sem Washington Evening Star,Washingto, D.C. Greinar um íslensk efni einkum í American Scandinavian Review, hina fyrstu í vorheftið 1943: The Women of Iceland, og seinustu í haustheftið 1961: Piracy in Iceland. Hún hefur þýtt 23 smásögur úr íslenzku og komu 12 út í ,,Icelandic Poems and Stories“ 1943, en 10 hafa komið út í The American-Scandinavian Review. Tvær þýðingar eftir hana eru í ,,Seven Icelandic Short Stories“, sem gefið var út af íslenzka menntamálaráðuneytinu og þýðing á sögu eftir Guðrúnu Finnsdóttur er í Tímariti Þjóðræknisfélagsins 1963.“
