Sigrún Borga Jakobson

Vesturfarar

Hjónin Sigrún Borga og Dr Böðvar Bjarki voru samsamhent, höfðu ýmis sömu áhugamál. Í VÍÆ IV bls 242-243 segir um það eftirfarandi: ,,Þau hjónin tilheyra United Church síðan 1956 og eru þau og börn þeirra starfandi í henni. Í Neepawa hafa þau unnið að því að koma á stofn Neepawa Fine Arts Festival. Er það árleg listasamkeppni, sem þar hefur verið haldin frá 1966, þar sem einkum hefur verið lögð áherzla á sönglist, tónlist og framsögn ljóða. Var Borga forseti hennar fyrstu tvö árin. Dr. Jakobson hefur og verið félagi í tveim söngflokkum þar í sveitinni. Einnig hafa þau unnið að því að stofna þar The Holiday Festival of the Arts, sem er sameiginlegt fyrirtæki byggðarbúa og Manitobaháskóla, er veitir almenningi út um sveitir kost á árlegu sumarnámskeiði í ýmsum listum, svo sem dráttlist, danslist, leiklist, sönglist og tónlist. Gafa börn þeirra öll tekið þátt í þessum námskeiðum og fengið allmörg verðlaun í söng, tónlist og framsögn ljóða.“