Dr. Böðvar Bjarki Jakobsson

Vesturfarar

Í umsögn í VÍÆ IV bls.242 er greint frá námi Dr. Böðvars Bjarka Jakobssonar í Winnipeg og að hann hafi stundað framhaldsnám á tveimur sjúkrahúsum í borginni. Á sömu blaðsíðu segir ennfremur: ,,Næstu tvö ár var hann læknir í Moosomin, Sask., og síðan sjö ár (1957-’64) í Whitewood, Sask., og var hann eini læknirinn þar. Frá 1964 hefur hann verið læknir í Neepawa, Man., og vinnur þar við almennar lækningar, skurðlækningar og líkskoðanir.“