Í VÍÆ IV er nokkuð fjallað um Svein og þátttöku hans í ýmsum félögum. Þar segir bls. 241: ,,Hann er einn af stofnendum /Charter members) Geysir Community Club og hefur verið forseti þess fálags 1959. Einnig meðlimur margra félaga, sem annað hvort eru samvinnufélög eða fjalla um málefni bænda svo sem Manitoba Farm Bureau, Arborg Consumers Cooperative og Arborg Credit Union. Þau félög, sem hann hefur einkum starfað í, eru: Canadian Cooperative Implements Ltd (CCIL), en það er samvinnufélag, sem verzlar með akuryrkjuverkfæri, og Manitoba Pool Elevators, samvinnufélag bænda í Manitoba, sem kaupir og selur korn af ýmsu tagi. Hefur hann setið þing þessara félaga sem fulltrúi Árborgardeildar þeirra. Hann er einnig forseti Árborgardeildar CCIL og var erindreki hennar á ráðstefnu í Saskatoon, Sask. CCIL nær yfir sléttufylkin þrjú, en Árborgardeildin (The Arborg Depot) yfir millivatnasvæðið í Manitoba.“
