Jón Sveinbjarnarson

ID: 2038
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1938

Jón Sveinbjarnarson fæddist að Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfjarðarsýslu árið 1853. Dáinn 11. maí, 1938 í Blaine í Washington. Oddsted vestra.

Maki: Guðný Andrésdóttir f. 1843 í Borgarfjarðarsýslu, d. 21. október, 1935.

Börn: 1. Þorkell f. 1877 2. Jón f. 1878 3. Sveinbjörn f. 1882 4. Guðjón f. 1883. Guðný átti fyrir Þorbjörgu Jónsdóttur f. 1867.

Þau fluttu til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og settust að í Nýja Íslandi. Þaðan fluttu þau ári síðar í Argylebyggð þar sem þau bjuggu í 14 ár. Fóru vestur að Kyrrahafi og settust að í Crescent í Bresku Kólumbíu. Þaðan lá svo leiðin til Blaine í Washingtonríki.