Þorbjörg Jónsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 2. maí, 1868. Dáin 10. október, 1910 í Saskatchewan.
Maki: 6. ágúst, 1889 Eiríkur Sumarliðason fæddur í Borgarfjarðarsýslu 1. júlí, 1861. Dáinn 20. nóvember, 1933 í Winnipeg.
Börn: 1. Sigríður Ingibjörg f. í Winnipeg 6. júlí, 1890, d. í Wadena, Saskatchewan 23. september, 1944 2. Leifur E. Summers f. 21. maí, 1893 í Carberry, Manitoba, d. í Vancouver, 13. apríl, 1954 3.Henry McLeod f. 1. júlí, 1895 í Edmonton, Alberta 4. Jón Þorvaldur f. Glenboro, Manitoba 5. apríl, 1897 5. Jónína Summers f. 16. febrúar, 1906.
Þorbjörg fór vestur til Winnipeg árið 1887 með móður sinni, Guðnýju Andrésdóttur og hennar manni, Jóni Sveinbjarnarsyni. Eiríkur flutti vestur til Winnipeg 1887 og nam land norðanlega í Hólabyggð í Manitoba. Hann stundaði ekki búskap en vann hjá bændum. Fór í gullleit í Klondyke skömmu fyrir 1900 en sneri þaðan aftur í Hólabyggð. Flutti úr byggðinni og fór vestur til Saskatchewan og vann þar í Vatnabyggðum.
