Ármann Þórðarson

ID: 2070
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1929

Ármann Þórðarson Mynd WtW

Sigríður Ármannsdóttir með soninn Garner Hjálmarsson Mynd WtW

Ármann Þórðarson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 31. desember, 1868. Dáinn 13. nóvember, 1929 í Lundarbyggð.

Maki: 1) Steinunn Þórðardóttir f. 1873 í Borgarfjarðarsýslu, d. í Manitoba 1904 2) Solveig Bjarnadóttir f. 2. júní, 1870, d. 28. október, 1958.

Börn: með Steinunni 1. Sigríður f. 1. júlí, 1892, d. 1944. Með Solveigu 1. Rútur Thor f. 1910, d. 1969 2. Dóra f. 3. desember, 1911 3. Kristín (Christine) f. 17. maí, 1914.

Ármann flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903. Settist að í Lundarbyggð og bjó þar alla tíð. Solveig fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1897 með manni sínum, Jóni Þorvaldssyni. Hann dó árið 1907.

Ármann byggði kornmillu á landi sínu sem hann seinna flutti til Lundar. Ekki gekk reksturinn vel vegna þess að korn óx illa á svæðinu. Hann breytti því millunni í trésmíðaverkstæði. Mynd WtW