Jón Gíslason

ID: 2153
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1926

Jón Gíslason fæddist 21. apríl, 1852 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Washingtonríki 1926. Reykdal vestra

Maki: 1) Þóra Halldórsdóttir f. 8. mars, 1954, d. 21. apríl, 1883 í Minnesota. 2) 1891 Ragnheiður Friðrika Jónsdóttir  f. 3. september, 1863, d. 19. nóvember, 1925 í Blaine.

Börn: Með Þóru 1. Svanhildur (Svana) f. 22. september, 1880 2. Helgi Elías. Með Ragnheiði 1. John Levi f. 1889 2. Margrét Ágústa f. 1892, d. 1. janúar, 1893 3. Augustus Sigurður f. 1893

Þau fluttu vestur til Quebec í Kanada árið 1881 og þaðan til Michigan í Bandaríkjunum. Bjuggu þar einhvern tíma en fluttu svo til Milwaukee í Wisconsin. Þaðan lá leiðin til Minneota í Minnesota árið 1887. Ragnhildur flutti vestur árið 1888. Þau fluttu vestur á Kyrrhafsströnd og bjuggu í Ballard í Washingtonríki. Þaðan fóru þau árið 1905 í Vatnabyggð í Saskatchewan en fluttu þaðan aftur vestur á strönd og settust nú að í Blaine.