
Snjólaug Jóhannesdóttir Mynd Almanak 1916

Sigurður Sigurbjörnsson Mynd Almanak 1916
Sigurður Sigurbjörnsson fæddist í Axarfirði í N. Þingeyjarsýslu 18. október, 1852. Dáinn í Nýja Íslandi 13. desember, 1925.
Maki: 1878 Snjólaug Jóhannesdóttir f. 21. apríl, 1847. Dáin 2. nóvember, 1939.
Börn: 1. Sigurjón f. 22. maí, 1878 2. Friðrika 3. Friðgeir 4. Kristjana 5. Sigurbjörn.
Sigurður fór vestur árið 1874 og dvaldi í Kinmount í Ontario í Kanada fyrsta árið. Snjólaug fór vestur árið 1874. Fór til Nýja Íslands 1875 og dvaldi fyrsta veturinn á Gimli. Nam land í Árnesi 1876 og nefndi það Tungu. Vann við járnbrautarlagningu og vegagerð. Snjólaug var ekkja þegar hún fór vestur 1874. Sigurður yfirgaf Tungu í Árnesbyggð og tók annað land þar í byggð árið 1880. Nefndi það Árnes. Þau fluttu þaðan til Winnipeg og bjuggu þar um hríð. Sigurður fór suður til N. Dakota og ætlaði að nema þar land. Ekkert varð úr því og sneri hann aftur til Winnipeg. Þaðan lá leiðin aftur í Árnes.
