Guðmundur Bjarnason

ID: 2178
Fæðingarár : 1835
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1901

Guðmundur Bjarnason fæddist í Borgarfjarðarsýslu árið 1835. Dáinn í Narrowsbyggð 6. október, 1901. Lundal vestra eftir Lundarreykjadalur.

Maki: Guðrún Gísladóttir f. 1835 í Borgarfjarðarsýslu.

Börn: 1. Árni f. 1867 2. Gísli f. 1869 3. Guðrún f. 1877 4. Jón f. 1879.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og voru þar fyrsta árið. Þaðan lá leiðin í Nýja Ísland þar sem þau settust að í Breiðuvík og nefndu bæ sinn Finnmörk. Þaðan fluttu þau svo í Geysirbyggð og nefndu bæ sinn þar Öxará. Þaðan fóru þau í Narrowsbyggð og bjuggu þar.