
Steinunn Guðrún Steingrímsdóttir VÍÆ II
Steinunn Guðrún Steingrímsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 18. desember, 1871. Dáin 6. apríl, 1946.
Maki: Friðrik Friðriksson Reinholt fæddist í Eyjafjarðarsýslu 7. mars, 1865. Dáinn í N. Dakota 27. janúar, 1944.
Börn: 1. Rebekka f. 11. nóvember, 1890 2. Emil f. 24. september, 1892 3. Elvira f. 12. september, 1894, d. 3. nóvember, 1929 4. Frederick f. 25. október, 1895 5. Theodore f. 7. október, 1897 6. Oscar Ferdinand f. 15. desember, 1898, d. 11. mars, 1902 7. Ferdina f. 29. janúar, 1902 8. Paul f. 1904 9. Alexander f. 4. ágúst, 1906, d. nóvember, 1906 10. Snorri f. 17.. september, 1907 11. Vivian f. 28. ágúst, 1910 12. Sylvia Guðrún f. 5. september, 1915.
Steinunn flutti vestur árið 1882 með foreldrum sínum, Steingrími Grímssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Þau settust að í Pembina sýslu í N. Dakota. Friðrik flutti ungur vestur til Minneota í Minnesota með foreldrum sínum og systkinum. Þaðan lá leiðin til Pembina í N. Dakota og síðan í Fjallabyggð.
