
Þorsteinn Guðmundsson Mynd VÍÆ III
Þorsteinn Guðmundsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 29. febrúar, 1884. Þorsteinn G. Goodman vestra.
Maki: 22. nóvember, 1926 í Seattle Elín Bjarnadóttir f. 20. nóvember, 1903 í Winnipeg.
Barn: 1. Guðrún Hope f. í Seattle 16. október, 1927.
Þorsteinn fór til Vesturheims árið 1900 með foreldrum sínum, Guðmundi Torfasyni og Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð í Manitoba þar sem Þorsteinn bjó til ársins 1920. Fór til Winnipeg en flutti vestur til Seattle í Washington árið 1924. Bjó þar til ársins 1930, flutti þá þaðan suður til Los Angeles og bjó þar til ársins 1956. Eftir það bjó hann í Belmont í Kaliforníu. Þorsteinn lærði trésmíði en vann meir að vélaviðgerðum. Á árunum í Winnipeg lærði hann á orgel og var organisti og söngstjóri í kirkjum í Seattle og Los Angeles. Elín var dóttir Bjarna Guðmundssonar og Ingibjargar Jónsdóttur sem vestur fluttu upp úr aldamótum 1900.
