Guðrún Jörundsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 21. ágúst, 1874. Dáin í Mozart, Saskatchewan 1. júní, 1930.
Maki: 19. mars, 1890 Jóhannes Jasonarson f. 8. maí, 1863 í Húnavatnssýslu, d. í Mozart 31. janúar, 1936.
Börn: 1. Anna f. 29. mars, 1891 2. Helga Lilja f. 15. nóvember, 1893 3. Conrad Jason f. 9. apríl, 1896 4. Bertil Jörundur f. 5. ágúst, 1898 5. Auður Emilía f. 29. október, 1900 6. Clara Ingibjörg f. 12. ágúst, 1902 7. Ruby Svanborg f. 2. apríl, 1904 8. Edwin Jóhannes f. 8. apríl, 1906 9. Leo f. 7. maí, 1908.
Guðrún var dóttir Jörundar Sigmundssonar og Auðar Grímsdóttur. Jörundur dó á Íslandi árið 1876. Seinni maður Auðar var Þórður Gunnarsson og fóru þau með dætur Auðar til Vesturheims árið 1882 og settust þau að í Garðarbyggð í N. Dakota. Jóhannes flutti til Vesturheims árið 1874 með föður sínum, Jasoni Þórðarsyni og Önnu Jóhannesdóttur. Þau bjuggu í Ontario fram á sumar 1875, fluttu þá til Nýja Íslands þar sem þau bjuggu til ársins 1879. Þau fylgdu séra Páli Þorlákssyni suður til N. Dakota árið 1879 og settust að í Sandhæðabyggð. Guðrún og Jóhannes kynnast í N. Dakota og hefja þar búskap. Bjuggu seinna í Mozart í Vatnabyggð.
