
Páll og Kristín sitja. Standandi: Art, Hazel, Helga, Skapti, Sigríður, Grace og Valdimar. Mynd WtW
Páll Árnason fæddist í Borgarfjarðarsýslu 3. júlí, árið 1878. Dáinn í Winnipeg 13. september, 1951. Reykdal vestra.
Maki: 1904 Kristín Eggertsdóttir f. 9. apríl, 1880 í Borgarfjarðarsýslu, d. í Winnipeg árið 1969.
Börn: 1. Grace f. 1905, d. 1973 2. Páll (Paul) f. 1906, d. 1907 3. Sigríður f. 1907 4. Páll Valdimar f. 1910, d. 1975 5. Helga f. 1913 6. Skapti f.1916, d. 1959 7. Hazel Violet f.1918 8. Arthur Meighen f. 1922.
Páll flutti vestur til Winnipeg með foreldrum sínum árið 1887 og bjó þar í tvö ár. Hann flutti með þeim í Lundarbyggð árið 1889. Kristín flutti vestur til Manitoba árið 1887 með sínum foreldrum og systkinum. Hún og Páll bjuggu í Lundarbyggð til ársins 1928 en þá fluttu þau til Winnipeg.

Hús Páls Reykdals í Lundar 1918 Mynd WtW
