ID: 2343
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1930
Guðbjörg Jóhannesdóttir fæddist 15. maí, 1862 í Mýrasýslu. Dáin eftir 1930 í Minnesota.
Maki: Eggert Andrésson f. 15. ágúst, 1871 í Mýrasýslu, d. í Floodwood í Minnesota árið 1956. Edgar Norman vestra.
Börn: 1. Indíana f. 2. maí, 1898 2. Óskar (Oscar) f. 1900 3. Laufey (Lily eða Louise) f. 1904 4. Haraldur (Harold) f. 29. nóvember, 1907, d. 14. maí, 1993 í Minnesota.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1898 og voru skráð íbúar þar í manntali 1901 sem Anderson. Fluttu til Duluth í Minnesota árið 1903 og þar skráð með ættarnafnið Norman í manntali 1910. Þar bjuggu þau við hliðina á Kristjáni Jónssyni úr Sveinatungu. Eggert var bóndi í Halden hreppi, í St. Louis sýslu skammt vestur af borginni.
