Sesselja Guðmundsdóttir

ID: 2368
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1939

Sesselja Guðmundsdóttir fæddist 1856 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin 15. mars, 1939.

Maki: Einar Bjarnason fæddist í Borgarfjarðarsýslu árið 1852. Dáinn í Midland í Ontario árið 1888.

Börn: 1. Guðmundur f. 1881 2. Vigfús f. 15. maí, 1883, d. 22. janúar, 1951 3. Þórður f. 1886.

Þau fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1887. Fóru til Muskoka héraðs þar sem systir Sesselju, Ingveldur bjó með sínum manni og börnum. Einar fékk vinnu við skógarhögg í Midland í Ontario og þar lenti hann í slysi snemma árs 1888. Hann varð fyrir tré sem á hann féll og varð það hans bani. Upplýsingar vantar um afdrif Sesselju og barna hennar annarra en Vigfúsar. Hann bjó alla tíð í Ontario.