Jón Jónsson

ID: 2403
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1958

Jón Jónsson fæddist í Mýrasýslu 10. ágúst, 1873. Dáinn í Bresku Kolumbíu 5. júní, 1958. John H. Johnson vestra.

Maki: 1898 Björg Jónsdóttir f. 4. ágúst, 1876 í Dalaýslu, d. 3. mars, 1938 í Vancouver.

Börn: 1. Þorbjörg 2. Kristín.

Jón flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur árið 1878. Þau settust að í Mikley og þar bjó Jón til ársins 1902 en þá nam hann land í Lundarbyggð. Hann stundaði búskap og fiskveiðar á Manitobavatni en gerðist síðan fiskikaupmaður. Þau fluttu seinna vestur að Kyrrahafi.