Gunnar Þorbergsson fæddist 6. janúar, 1865 í N. Múlasýslu. Dáinn í Mountain, N. Dakota 31. janúar, 1937. Gunnar Th. Oddsson vestra.
Maki: 1895 Sigríður Björnsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1873.
Börn: 1. Jónína f. 1896, d. 1902 2. Jónína Sigríður (Sigrid) f. 1906 3. Dóra Þorbjörg f. árið 1910.
Gunnar flutti vestur til Winnipeg árið 1887, samferða móður sinni, Guðbjörgu Ögmundsdóttur og fjórum systkinum. Gunnar og bróðir hans Jóhann unnu á ýmsum stöðum í Álftavatnsbyggð og Keewatin í Ontario. Jóhann flutti til N. Dakota árið 1895, festi ráð sitt og nam land. Ári síðar fór Gunnar þangað, kvæntist Sigríði og tók land á leigu nærri Hallson. Þar bjó hann til ársins 1899, flutti þá í Brownbyggð þar sem fjölskyldan bjó í 27 ár. Fluttu þá hjónin í Hallson í N. Dakota þar sem þau voru einhver ár áður en þau enduðu á Mountain í N. Dakota.

Fyrsta heimili Gunnars og Sigríðar í Brownbyggð. Myndin, tekin árið 1916, sýnir þau og dæturnar fyrir framan húsið. O1-6H
