ID: 13392
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1947
Sigurbjörn Björnsson fæddist í N. Múlasýslu árið 1876. Dáinn í Akrabyggð í N. Dakota árið 1947. Eastmann eða Austmann vestra.
Maki: Kristín Dínusdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 31. janúar, 1878.
Börn: 1. Andrés Ferdinand f. 19. nóvember, 1900 2. Jónatan Þorbergur f. 8. júlí, 1902 3. Jóhanna Alvína f. 1. janúar, 1907 4. Friðrik Björn f. 14. ágúst, 1908 5. Emily f. 29. september, 1911 6. Guðrún Hólmfríður f. 26. febrúar, 1919.
Sigurbjörn fór vestur árið 1886 með foreldrum sínum, Birni Geirmundssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, sem settust að í N. Dakota. Kristín fór vestur árið 1879 með sínum foreldrum, Dínusi Jónssyni og Kristjönu Andrésdóttur. Þau settust að í Svold.
