Kristján Pétursson

ID: 13411
Fæðingarár : 1862
Dánarár : 1953

Kristján Pétursson Mynd Lögberg 10. 9. 1953

Kristján Pétursson fæddist 16. október, 1862 í N. Múlasýslu. Dáinn í Manitoba 20. febrúar, 1953. Christian P. Paulson vestra.

Maki: 16. mars, 1887 Þorbjörg Kristjánsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 18. september, 1866, d. 19. júní, 1948 á Gimli í Manitoba.

Börn: 1. Violet 2. Gordon Alex.

Kristján fór til Vesturheims árið 1876 með foreldrum sínum, Pétri Pálssyni og Guðrúnu Jónsdóttur og systkinum. Fjölskyldan fór til Nýja Íslands og bjó Kristján fyrst um sinn hjá foreldrum sínum. Flutti svo til Winnipeg og vann þar ýmsa vinnu en gerðist svo fiskimaður á Winnipegvatni. Þorbjörg fór til Vesturheims með sama skipi og Kristján svo og foreldrar hennar, Kristján Kærnested og Sigurlaug Sæmundsdóttir. Kristján og Þorbjörg bjuggu á Gimli en eftir lát hennar flutti Kristján til sonar síns í Winnipeg.