Kolbeinn Einarsson

ID: 13419
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1899

Kolbeinn Einarsson fæddist í Álftafirði í S. Múlasýslu 16. janúar, 1854. Dáinn í Nýja Íslandi 30. mars, 1899.

Maki: 2. maí, 1881 Ólöf Margrét Gunnarsdóttir f. 2. janúar, 1858, d. í Gimli 10. október, 1945.

Börn: 1. Friðrik Gunnar f. 1889 2. Friðrika Guðrún f. 20. desember, 1898. Þau misstu sjö börn á Íslandi.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og settust að í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Margrét giftist aftur 10. júlí, 1902, Árna Björnssyni sem dó 8. júlí, 1920.