ID: 13420
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : N.Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1945
Ólöf Margrét Gunnarsdóttir fæddist í N. Þingeyjarsýslu 2. júní, 1858. Dáinn í Gimli 10. október, 1945. Margret Anderson vestra.
Maki: 1) Kolbeinn Einarsson d. í Nýja Íslandi 1899 2) 10. júli, 1902 Árni Björnsson (Anderson) f. 1861 í N. Þingeyjarsýslu, d. 8. júlí, 1920 í Riverton.
Börn: Með Kolbeini 1. Friðrik Gunnar f. 1889 2. Friðrika Guðrún f. 20. desember, 1898. Með Jóni Sigurðssyni 1. Sigurgeir f. um 1880.
Margrét og Kolbeinn fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og settust að í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Hún flutti með seinni manni sínum, Árna til Riverton upp úr 1914 og bjó þar til ársins 1929 en þá flutti hún til Friðriks Gunnars í Selkirk. Fór þaðan til Gimli.
