Stefanía Björnsdóttir

ID: 2450
Fæðingarár : 1884

Stefanía Jónína Björnsdóttir fæddist árið 1884 í Borgarfjarðarsýslu.

Maki: 17. september, 1923 Hjörtur Leó Jónasson f. í Húnavatnssýslu 6. janúar, 1875, d. í Lundar 5. maí, 1931. Séra Hjörtur Leo Jónasson vestra.

Börn: 1. Hjörtur Björn Jónas.

Stefanía var dóttir Björns Jónssonar og Ólafíu Stefánsdóttur í Borgarfjarðarsýslu, sem vestur fluttu árið 1886 og námu land norður af Churchbridge í Saskatchewan.Hjörtur flutti til Vesturheims með foreldrum sínum, Jónasi Leó Hjálmarssyni og Sæunni Sigurðardóttur árið 1883. Fjölskyldan settist að í Nýja Íslandi, nálægt Gimli, bjuggu þar í fáein ár en fluttu svo þaðan til Selkirk. Hjörtur lauk miðskólanámi og B.A. prófi í Winnipeg. Stundaði guðfræðinám í Chicago og var að því loknu prestvígður í St. Paul kirkju í Minneota 2. maí, 1909. Hann flutti þá til Saskatchewan þar sem hann þjónaði Konkordía- og Þingvallasöfnuðinum næstu árin.