Sveinn Björnsson

ID: 13638
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Sveinn Björnsson fæddist í N. Múlasýslu 9. júlí, 1874. Dáinn í Washintonríki árið 1963.  Sven Bjornson vestra.

Maki: 2. febrúar, 1901 Ingibjörg Elísabet Jósefsdóttir f. 25. júní, 1867 að Hauksstöðum í N. Múlasýslu. Bertha Elizabeth Josephson vestra.

Börn: 1. Agnes Josephine f. 19. júní, 1914 2. Marjorie f. c1916 3. Bayard f. f. 20. apríl, 1918 4. Robert S. f.1921. Ættleiddur Roland f. 16. desember, 1907.

Sveinn flutti vestur til Minnesota árið 1892 og bjó fyrst um sinn hjá Sesselju, frænku sinni, eiginkonu Guðmundar Péturssoanar í Yellow Medicine sýslu. Fékk tækifæri til að afla sér menntunar og gerði það 1898 en 1905 flutti hann til N. Dakota. Var þar einhver ár en fór þaðan vestur til Seattle og bjó þar.