Benedikt Pétursson

ID: 13640
Fæðingarár : 1839
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1906

Benedikt Pétursson fæddist árið 1839 í N. Múlasýslu. Dáinn 31. júlí, 1906 í Mountain, N.Dakota.

Maki: 28. júlí, 1862 Sigurbjörg Sigurðardóttir f. í Eyjafjarðarsýslu, 1833, d. árið 1917.

Börn: 1. Ingibjörg f. 1866 2. Tryggvi f. 1871.

Þau fluttu  vestur til Nýja Íslands árið 1876 og fóru norður í Mikley. Þau fluttu austur yfir Winnipegvatn til Bad Throat River en eftir nokkur ár fóru þau til Winnipeg. Árið 1885 var grunnskóli endurreistur í Fljótsbyggð og var Benedikt ráðinn kennari.  Fjölskyldan flutti í Akrabyggð í N. Dakota þar sem þau voru í þrjú ár. Sneru þá aftur til Nýja Íslands og settust að á Gimli þar sem Benedikt vann við skósmíði.  Þau fluttu þaðan eftir fáein ár í Garðarbyggð í N. Dakota.