
Kristján og Guðbjörg, Kristjana (stendur) og Laufey Mynd WtW
Kristján Eggertsson Fjeldsted fæddist 30. maí, 1864 í Snæfellsnessýslu. Dáinn í Lundarbyggð 17. september 1945.
Maki: 1898 Guðbjörg Jónsdóttir f. 29. ágúst, 1870 á Akranesi í Borgarfjarðarsýslu, d. 11. ágúst, 1926.
Börn: 1. Kristjana f. 1889 2. Vigfús f. 1900 d. 1903 3. Eggert f. 1902, d. í Winnipeg 1903 4. Laufey Lára 5. Kristín Margrét 6. Eggert Vigfús f. 1909 7. Jóhann Axel f. 1. september, 1910 8. Guðmundur Steinn f. 1. mars, 1914.

Aftari röð: Kristjana, Kristín og Laufey. Fyrir framan: Eggert Vigfús, Guðmundur Steinn og Jóhann Mynd WtW
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og bjuggu þar nokkur ár. Árið 1907 fluttu þau í Lundarbyggð og bjuggu á sinni jörð sunnan við Lundar. Árið 1920 fluttu þau í þorpið.
