Eggert Thorlacius

ID: 13836
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1934

Eggert Thorlacius fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1857. Dáinn 3. júlí, 1934 í Hensel í N. Dakota.

Maki: 16. mars, 1889 Jónína Jónasdóttir f. í S. Þingeyjarssýslu árið 1866, d. 10. ágúst, 1925.

Börn: 1.Guðrún Lára f. 1. desember, 1890 2. Tómas Þorvarður f. 13. desember, 1892 3. Ingibjörg f. 1893 4. Margrét Ingibjörg f. 24. október, 1895 5. Rannveig Sigríður f. 18. september, 1897 6. Skúlína Elísabet f. 22. september, 1899 7. Lára 8. William Þórður d. á barnsaldri 9. Páll Eyjólfur f. 4. maí, 1903 10. Þórvör Marselína f. 24. ágúst, 1907 11. Kristín Theodora f. 24. ágúst, 1907.

Eggert flutti einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886. Jónína fór vestur til Nýja Íslands árið 1876 með foreldrum sínum, Jónasi Kortssyni og konu hans, Margréti Sveinsdóttur. Eggert og Jónína námu land í Sandhæðabyggð í N. Dakota.