Anna Guðmundsdóttir

ID: 13906
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1938

Anna Guðmundsdóttir fæddist 1. apríl, 1855 í Gullbringusýslu. Dáin í Winnipeg 20. ágúst, 1938.

Maki: Sigurður Sigurðsson f. 30. október, 1852 í Árnessýslu, dáinn í Vesturheimi.

Börn: 1. Guðmundur f. 1882 2. Guðbjörg f. 22. apríl, 1885 3. Sigurður f. 1886 4. Eyvindur f. 1893.

Anna flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1905 ásamt Guðbjörgu, Sigurði og Eyvindi. Guðmundur sonur hennar fór vestur árið áður.Eiginmaður hennar fór vestur einsamall árið 1893 í atvinnuleit og fékk Anna frá honum bréf fyrsta árið en svo ekki meir. Sumir álíta að hann hafi dáið í gulleit í Alaska. Anna bjó alla tíð í Winnipeg.