Jón Stefánsson

ID: 13998
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Jón Stefánsson fæddist í N. Múlasýslu 21. september, 1862.

Maki: 1917 Guðrún Helga Jóhannesdóttir fædd í Roseau í Minnesota 9. janúar, 1892.

Börn: upplýsingar vantar.

Jón flutti vestur til Winnipeg árið 1888. Hann hafði stundað sjómennsku frá Seyðisfirði en vestra lagði hann verslunarstörf fyrir sig. Byrjaði í vinnu hjá kaupmanni í Grafton í N. Dakota, flutti þaða í Cavalier og keypti verslun í félagi við Björn Pétursson, kaupmann í Winnipeg. Dreif sig í verslunarskóla í St. Paul í Minnesota og settist að í Winnipeg að námi loknu. Hann reyndi fyrir sér í Yukon um tveggja ára skeið en sneri þaðan árið 1904 og settist að í Winnipeg. Nam land í Pine Valley byggð syðst í Manitoba en bjó þar ekki heldur settist að í Piney þar sem hann opnaði verslun og rak til ársins 1919. Helga var dóttir Jóhannesar Jóhannssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur sem vestur fluttu árið 1883.