ID: 13999
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1940
Kristmundur Sæmundsson fæddist í Strandasýslu 21. nóvember, 1855. Dáinn á Gimli 9. febrúar, 1940.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann flutti vestur til Kanada árið 1880 og settist að í Nýja Íslandi. Stundaði eitthvað fiskveiðar en var svo lengi vitavörður á Gimli.
